Orsök
Bakterían Treponema Pallidum veldur sýkingunni.
Smitleiðir
Smitast við snertingu slímhúða við kynmök, munnmök og endaþarmsmök ef smokkur eða töfrateppi er ekki notað. Hægt að smitast við að snerta sár sem bakterían er í. Mest hætta að smita aðra á fyrsta árinu frá smiti. Móðir getur smitað fóstur á meðgöngu eða í fæðingu.
Einkenni
Í byrjun geta myndast sár sem mögulega eru einkennalaus. Þau myndast um 21 dögum eftir smit. Eitlar stækka. Síðan geta komið útbrot oft í lófa og undir iljum eða annars staðar á líkamanum. Þau geta verið fölleit og án kláða. Koma oft 2-3 mánuðum eftir smit. Einstaklingur er mjög smitandi. Einnig almennur slappleiki og eitlastækkanir. Við langgengna sárasótt sem ekki hefur verið meðhöndluð koma einkenni frá miðtaugakerfi, hjarta-og æðakerfi.
Fylgikvillar
Ef einstaklingur hefur ekki fengið meðferð einhverra hluta vegna þá getur bakterían hafa lagst á eitthvert líffærakerfi eins og heila, taugar og augu sem getur seinna leitt til dauða.
Greining
Læknisskoðun og mat á einkennum.Tekið PCR strok úr sári. Teknar blóðprufur.
Meðferð
Sýklalyf.
