Skip to content

Lifrarbólga B

Orsök

Veiran Hepatitis B veldur sýkingunni.

Smitleiðir

Smitast við snertingu slímhúða við kynmök, munnmök og endaþarmsmök ef smokkur eða töfrateppi er ekki notað. Einnig við blóðblöndun og með óhreinum nálum og áhöldum. Barn getur smitast í fæðingu ef móðir er smitandi.

Einkenni

Almennur slappleiki, ógleði, rauðbrúnt þvag og ljósar hægðir. Ef bráð lifrarbólga þá eru kviðverkir og húðin verður gul. Getur verið einkennalaus og greinist þá fyrir tilviljun. 

Fylgikvillar

Bráð lifrarbólga getur leitt til dauða. Viðvarandi lifrarbólga getur þróast í skorpulifur eða krabbamein í lifur. 

Greining

Blóðprufa og gerð er mótefnamæling. Getur tekið 2-3 mánuði frá smiti að koma fram í blóðprufu. 

Meðferð

Læknisskoðun og mat.

Forvörn: 

Hægt er að fyrirbyggja sjúkdóminn með því að fá bólusetningu fyrir lifrarbólgu B.

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.