Skip to content

Klár í kynlífið

Handbókin Ertu klár í kynlífið? er ætluð ungum karlmönnum á aldrinum 16-24 ára. Hún er svar við ákalli þeirra um meiri fræðslu varðandi kynheilbrigðismál. Handbókin fjallar um sex mikilvæg málefni kynheilbrigðis sem eru sjálfsöryggi, samskipti um kynlíf, samþykki, sambönd, smokkanotkun og stunda kynlíf. Í handbókinni eru alls kyns leiðbeiningar sem geta komið sér vel fyrir unga karlmenn varðandi kynlíf og kynferðisleg sambönd.