Skip to content

Klamydía

Orsök

Bakterían Chlamydia Trachomatis veldur sýkungunni.

Smitleiðir

Smitast við snertingu slímhúða við kynmök, munnmök og endaþarmsmök ef smokkur eða töfrateppi er ekki notað. Getur borist í augu með fingrum.

Einkenni

Einkennalaus hjá karlmönnum í 50% tilvika en hjá konum/leghöfum í meira en 70% tilfella. Karlmenn: Algengt að finna sviða þegar pissar, kláða í þvagrás og verki í eistum. Konur/leghafar: Algengt að hafa meiri útferð, verki við samfarir og milliblæðingar. 

Fylgikvillar

Karlmenn: Verkir og bólgur í eistum og eistalyppum sem getur valdið ófrjósemi. Konur/leghafar: Bólgur í legi, eggjastokkum og eggjaleiðurum sem getur leitt til þess að eggjaleiðarar lokist og valdi ófrjósemi. Klamydía getur leitt til liðbólgu. 

Greining

Karlmenn: Þvagprufa. Sam- og tvíkynhneigðir karlmenn: Þvagprufa, strok úr hálsi og/eða endaþarmi. Konur/leghafar: Strok frá leggöngum. Það getur tekið um 10 daga frá smiti að geta greint bakteríuna.

Meðferð

Sýklalyf. Ef par þá skilar hinn aðilinn líka sýni og báðir fá meðferð samtímis.

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.