Orsök
Bakterían Chlamydia Trachomatis veldur sýkungunni.
Smitleiðir
Smitast við snertingu slímhúða við kynmök, munnmök og endaþarmsmök ef smokkur eða töfrateppi er ekki notað. Getur borist í augu með fingrum.
Einkenni
Einkennalaus hjá karlmönnum í 50% tilvika en hjá konum/leghöfum í meira en 70% tilfella. Karlmenn: Algengt að finna sviða þegar pissar, kláða í þvagrás og verki í eistum. Konur/leghafar: Algengt að hafa meiri útferð, verki við samfarir og milliblæðingar.
Fylgikvillar
Karlmenn: Verkir og bólgur í eistum og eistalyppum sem getur valdið ófrjósemi. Konur/leghafar: Bólgur í legi, eggjastokkum og eggjaleiðurum sem getur leitt til þess að eggjaleiðarar lokist og valdi ófrjósemi. Klamydía getur leitt til liðbólgu.
Greining
Karlmenn: Þvagprufa. Sam- og tvíkynhneigðir karlmenn: Þvagprufa, strok úr hálsi og/eða endaþarmi. Konur/leghafar: Strok frá leggöngum. Það getur tekið um 10 daga frá smiti að geta greint bakteríuna.
Meðferð
Sýklalyf. Ef par þá skilar hinn aðilinn líka sýni og báðir fá meðferð samtímis.