Skip to content

Kynlífsréttur

Kynlífsréttur er réttur sem byggist á mannréttindum og er grundvallarþáttur kynheilbrigðis. Þessi réttur á við um frelsi, jafnrétti, sjálfsákvarðanir, heilindi, öryggi og virðingu. Það þýðir meðal annars að einstaklingurinn á rétt á því að fá upplýsingar um kynheilbrigðismál og rétt til að taka ákvörðun um barneign og hafa aðgang að kynheilbrigðisþjónustu. Jafnframt á einstaklingurinn rétt á því að vera ekki beittur þvingunum eða einhvers konar ofbeldi.