Orsök
Veiran Human Papilloma Virus (HPV) veldur sýkingunni.
Smitleiðir
Smitast við snertingu slímhúða við kynmök, munnmök og endaþarmsmök ef smokkur eða töfrateppi er ekki notað. Getur tekið 2 ár frá smiti að koma fram.
Einkenni
Vörturnar geta verið upphleyptar (eins og blómkál) eða flatar. Eru brúnleytar, ljósar eða húðlitar. Kláði getur orðið og verkir við samfarir ef staðsetning þeirra er í leggöngum.
Fylgikvillar
Sumar HPV veirur geta valdið frumubreytingum í leghálsi og krabbameini í kynfærum og munni.
Greining
Læknisskoðun.
Meðferð
Penslun, frysting og stundum laser meðferð.