Skip to content

Kynfæraáblástur

Orsök

Veiran Herpes Simplex veldur sýkingunni.

Smitleiðir

Smitast við snertingu slímhúða við kynmök, munnmök og endaþarmsmök ef smokkur eða töfrateppi er ekki notað. Hægt að smita aðra án þess að einkenni séu sýnileg. Getur tekið 2 ár frá smiti að koma fram.

Einkenni

Vökvafylltar blöðrur eða sár á kynfærum. Skiptist í typu I (algeng á vörum) og typu II (algeng á kynfærum). Typa I: Sviði og verkir á svæðinu þar sem eru blöðrur  og sár. Typa II: Almennur slappleiki, bólgnir eitlar í nára, sviði, verkir og kláði  á svæðinu. Getur verið sárt að pissa. Einkenni geta endurtekið komið fram.

Fylgikvillar

Ef mikil einkenni getur verið sárt að pissa. Ef kona/leghafi fær smit af Typu II fyrir fæðingu þarf hún að fara í keisara.

Greining

Læknisskoðun og mat. Tekið PCR strok úr sári. Taka þarf strok á fyrstu 3 dögum frá því að blaðran myndaðist. 

Meðferð

Veirulyf. Stundum notað deyfikrem við slæmum einkennum. 

 

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.