Við erum öll kynverur. Kynheilbrigðismál varða þig, þínar hugsanir, tilfinningar, langanir, þína þekkingu og viðhorf til kynheilbrigðismála og þína kynhegðun. Það er ungu fólki nauðsynlegt að vita hvernig það getur myndað heilbrigt kynferðislegt samband, rætt við kynlífsfélaga á eðlilegan hátt um kynlíf, fengið samþykki fyrir kynferðislegum athöfnum, komið í veg fyrir kynsjúkdóma, barneign og ofbeldi. Það er mikilvægt að hver og einn nái að njóta kynlífs.
