Skip to content

Kynlífsánægja

Kynlífsánægja felst í því að geta notið sín sem kynvera bæði á líkamlegan og sálrænan hátt. Það á við um einstaklinginn þegar hann er með sjálfum sér eða öðrum í kynferðislegum athöfnum. Til þess að geta notið kynlífs þá þarf að vera til staðar samþykki, öryggi, trúnaður, traust og virðing en jafnframt að geta tjáð sig varðandi kynlíf um langanir og þrár en einnig um áhættur sem tengjast óvörðu kynlífi.