Skip to content

Kynhegðun

Kynhegðun á við um hegðun fólks sem kynverur sem getur verið mjög mismunandi eftir einstaklingum. Fólk hefur ólíkar langanir og þrár en jafnframt mismunandi hugmyndir um kynlíf. Sjálfsfróun er ein leið til að kynnast líkamanum og læra að njóta hans. Kynhegðun felst í því að snerta eigin líkama eða líkama annarra, kyssa og kela. Kynhegðun með öðrum einstaklingum felur í sér kynferðislega æsandi snertingu sem leitt getur til frekari atlota eins og munnmaka, kynmaka í leggöng eða endaþarm.