Skip to content

HIV

Orsök

Veiran Human Immunodeficiency Virus (HIV) veldur sýkingunni. 

Smitleiðir

Smitast við snertingu slímhúða við kynmök, munnmök og endaþarmsmök ef smokkur eða töfrateppi er ekki notað. Einnig við blóðblöndun og með óhreinum nálum og áhöldum. HIV getur borist frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu og með brjóstagjöf.

Einkenni

Almennur slappleiki, eitlastækkanir, særindi í hálsi, útbrot, vöðva- og liðverkir. Gengur yfir á 2 vikum og getur þá einstaklingur verið einkennalaus í mörg ár. Veiran vinnur á meðan á vörnum líkamans og eyðileggur ónæmiskerfið. 

Fylgikvillar

Alnæmi er lokastig sjúkdómsins. Þegar einstaklingurinn fær sjúkdóma sem ónæmiskerfið ræður ekki lengur getur hann látist ef ekkert er að gert.

Greining

Blóðprufa og gerð mæling á HIV mótefnum. Getur ekið 6 vikur- 3 mánuði frá smiti að koma fram í blóðprufu. 

Meðferð

Dagleg lyfjagjöf út ævina. Blóðprufur tvisvar á ári til að fylgjast með sjúkdómnum.

Forvörn: 

Samkynhneigðir karlmenn geta tekið PrEP sem er lyf til að koma í veg fyrir að smitast af HIV. 

 

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.