KYNFRÆÐSLA
Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks
Ritstjórar: Sóley S. Bender og Yvonne K. Fulbright
Þessi handbók er ætluð þeim sem veita kennslu um kynheilbrigði í framhaldsskólum.
Hér má finna nýja og endurbætta útgáfu af fyrri handbók sem gefin var út 2011. Margvíslegar þjóðfélagslegar breytingar frá árinu 2011 hafa kallað á slíka endurskoðun. Má þar nefna #MeToo byltinguna sem fól í sér opnun umræðu um ofbeldismál, vaxandi umfjöllun um kynvitund fólks, aukin notkun samfélagsmiðla og greitt aðgengi að ýmsum upplýsingum á netinu um kynferðismál. Jafnframt hafa verið gerðar margar breytingar á lögum á undanförnum árum sem varða þennan málaflokk.
Við endurskoðun efnisins var stuðst við helstu rannsóknir hér á landi og erlendis um kynheilbrigði ungs fólks. Jafnframt var byggt á helstu leiðbeiningum alþjóðlegra stofnana um gerð námsefnis á þessu sviði. Auk þess var stuðst við mikilvægar lagabreytingar hér á landi er varða kynheilbrigðismál.
Handbókin samanstendur af 13 kennslustundum sem fjalla um einstaklinginn, sambönd og forvarnir. Meðal annars er farið í sjálfsvirðingu, líkamann, tilfinningar, klámlæsi, heilbrigð sambönd, kynferðislega vellíðan og að fyrirbyggja kynsjúkdóma og þungun. Hver kennslustund byggist á gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum.

Ungt fólk og kynlíf
Höfundur: Sóley S. Bender, Guðbjörg E. Hermannsdóttir & Solveig Jóhannsdóttir
Hlutverk þessarar handbókar er að styðja þá sem vilja veita ungu fólki í framhaldsskólum kynfræðslu. Efnið getur hentað vel í kennslu um lífsleikni.
Tilgangur kynfræðslunnar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Til að þroskast sem kynvera þarf einstaklingurinn á því að halda að fá gagnlegar upplýsingar um kynlíf, geta áttað sig á eigin viðhorfum til kynlífs og öðlast færni í mannlegum samskiptum. Ábyrgð í kynlífi byggist á þessum þáttum. Ungt fólk er að þroskast og verður fyrir áhrifum frá mörgum í umhverfi sínu. Foreldrar þurfa að veita fræðslu og ræða við unglinginn um þessi mál, ekki síst um það sem er viðeigandi og óviðeigandi í kynferðislegum samböndum. Skólanum ber einnig að veita kynfræðslu sem er raunhæf og tengist reynsluheimi nemandans. Greiður aðgangur er að klámi á Internetinu sem gefur mjög villandi mynd af kynlífi fólks. Ef ungt fólk fær ekki þá kynfræðslu og leiðsögn sem það þarf á að halda treystir það frekar upplýsingum frá öðrum aðilum svo sem jafningjum eða Netinu þar sem upplýsingarnar geta verið óáreiðanlegar.

Réttur til kynheilbrigðis

Réttur til kynheilbrigðis
Byggt á “sexual rights” WAS 2014. ©Sóley S. Bender þýddi. 1. Réttur til jafnréttis og vera ekki mismunað. (The right to equality and non-discrimination).Sérhver maður á rétt á að njóta þess réttar, sem settur er fram í þessu réttarskjali, án nokkurrar mismununar t.d. út frá kynstofni, þjóðaruppruna, litarhætti, kyni, tungumáli, […]
Skýrslur um kynheilbrigðismál
-
Greinargerð um kynfræðslu
PDF @ stjornarradid.is -
Kynsjúkdómar á Íslandi, 2018
PDF @ stjornarradid.is -
Heildarendurskoðun laga nr 25/1975, 2016
PDF @ stjornarradid.is -
Leiðarvísir um stöðu kynfræðslu í Evrópu , 2006
PDF Sexuality education in Europe
Vefsíður um kynheilbrigðismál
Samtök um kynheilbrigði
Alþjóðasamtök um fjölskylduáætlun
Samtök um kynheilbrigði á Norðurlöndum
Danmörk
Finnland
Noregur
Svíþjóð
Samtök um kynheilbrigði víða í heiminum
Ástralía
Bandaríkin
Bretland
Kanada
Nýja Sjáland
Ýmis lög um kynheilbrigðismál
- Almenn hegningalög með ýmsum breytingum nr 19/1940
www.althingi.is/lagasafn/pdf/152c/1940019.pdf - Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir nr. 25/1975.
www.althingi.is/lagasafn/pdf/152c/1975025.pdf - Sóttvarnalög nr. 19/1997
www.althingi.is/lagasafn/pdf/152c/1997019.pdf - Lög um þungunarrof nr. 43/2019
www.althingi.is/lagasafn/pdf/152c/2019043.pdf - Lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019
www.althingi.is/lagasafn/pdf/152c/2019080.pdf - Lög um ófrjósemisaðgerðir nr. 35/2019
www.althingi.is/lagasafn/pdf/152c/2019035.pdf - Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
www.althingi.is/lagasafn/pdf/152c/2020150.pdf