Skip to content

Kynheilbrigðisþjónusta

Kynheilbrigðisþjónusta á við um þá þjónustu er varðar kynheilbrigði fólks. Það er mismunandi hvaða þjónusta er veitt en ávallt eru gefnar upplýsingar um viðkomandi málefni. Stundum er þjónustan byggð á ráðgjafarviðtölum, stuðningsviðtölum eða greiningu og meðferð við vissum vandamálum. Þjónustan felur meðal annars í sér ráðgjöf um getnaðarvarnir, aðgengi að neyðarpillunni, greiningu og meðferð kynsjúkdóma, stuðning varðandi ofbeldi og neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis.