Skip to content

Kynsjúkdómar

Kynsjúkdómar eru smitsjúkdómar sem berast flestir á milli fólks við nána líkamlega snertingu kynfæra einkum með kynmökum, munnmökum og endaþarmsmökum ef engar ráðstafanir eru gerðar til að koma í veg fyrir smit.

Til að verjast kynsjúkdómum er mikilvægt að nota smokk við kynmök í leggöng og endaþarm og töfrateppi við munnmök ef einhver möguleiki er á smiti. Ýmsir kynsjúkdómar geta verið einkennalausir en mikilvægt er að fara í tékk ef einhver grunur er um að hafa smitast. Kynsjúkdómar geta haft alvarlegar afleiðingar og því mikilvægt að koma í veg fyrir þá og fara snemma í greiningu ef grunur er um smit.

Þú getur farið í tékk á heilsugæslustöðvum og á Reykjavíkursvæðinu á Húð- og kyn í Fossvogi. Allt starfsfólk er bundið þagnarskyldu.

Heimildir:

Centers for Disease Control and Prevention. Sexually Transmitted Disease Surveillance 2018. Atlanta: U.S. Department of Health and Human Services; 2019. DOI: 10.15620/cdc.79370

Tsevat, D.G., Wiesenfeld, H.C., Parks, C. og Peipert, J.F. (2017). Sexually transmitted diseases and infertility. American Journal of Obstetrics and Gynecology, 216(1), 1-9. http://dx.doi.org/10.1016/j.ajog.2016.08.008

Þórólfur Guðnason, Már Kristjánsson, Baldur Tumi Baldursson, Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir og Ragnhildur Sif Hafstein (2018). Kynsjúkdómar á Íslandi. Greinargerð og tillögur um aðgerðir. Reykjavík: Velferðarráðuneytið.