Skip to content

Kynverund

Kynverund er samspil margra þátta eins og líffræðilegra, sálfélagslegra, félagslegra og siðferðislegra þátta. Kynverund er heildarupplifun einstaklings á því að vera kynvera og nær yfir kyn, kynvitund, kynhneigð, kynlöngun og kynhegðun. Einstaklingar upplifa kynverund sína í gegnum hugsanir, langanir, viðhorf, þekkingu, lífsgildi, kynlífsímyndanir, hegðun, hlutverk og sambönd.