Þann 25. september var haldin kynning á nýrri handbók fyrir unga karlmenn sem nefnist Ertu klár í kynlífið. Kynningin var haldin í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Fyrst ávarpaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra gesti og opnaði síðan formlega handbókina á vefsíðu Samtaka um kynheilbrigði. Því næst greindi Sóley S. Bender, formaður Samtaka um kynheilbrigði og einn af höfundum handbókarinnar, frá tilurð verksins. Í kjölfarið kynntu aðrir höfundar handbókarinnar verkið, þær Lóa Guðrún Gísladóttir, aðjúnkt og doktorsnemi við HÍ og Katrín Hilmarsdóttir, lýðheilsufræðingur.
Handbókin er aðgengileg á heimasíðu Samtaka um kynheilbrigði undir fræðsluhnappinum Klár í kynlífið- handbók eða með því að skoða meðfylgjandi QR kóða.