Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (FKB) voru stofnuð 28. september árið 1992. Á stofnfundinum var Hanne Risør, formaður dönsku samtakanna um fjölskylduáætlun, fulltrúi Alþjóðasamtaka um fjölskyæduáætlun (IPPF). Samtökin hafa frá upphafi byggst á þverfræðilegu samstarfi og hefur rík áhersla verið lögð á samstarf við aðrar stofnanir og félagasamtök. Samtökin hafa unnið að bættri fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði með ýmsum verkefnum. Á árunum 1995-2000 voru samtökin með starfsemi í Hinu húsinnu þar sem ungt fólk gat leitað og fengið einstaklingsviðtal um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. Frá árinu 1995 voru gefin út fréttabréf samtakanna. Samtökin fengun fulla aðild að IPPF árið 1998. Margir fræðslufunir voru haldnir um neyðarpilluna fyrir heilbrigðisstarfsfólk á vegum samtakanna og leiddi átakið til þess að neyðarpillan var gerð aðgengileg í apótekum án lyfseðils árið 2000. Samtökin gáfu út heildstætt kynfræðsluefni fyrir framhaldsskóla árið 2011 og er það eina efni sinnar tegundar hér á landi. Á tímabili var takmörkuð starfsemi af hálfu samtakanna. Voru þau endurreist á aðalfundi árið 2021 þar sem endurskoðuð lög og starfsáætlun voru samþykkt. Jafnframt var samþykkt að breyta heiti samtakanna og munu þau framvegis heita Kynheilbrigði.
Saga samtakanna
Hafðu samband
Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.