Skip to content

Nýtt kynfræðslunámsefni fyrir framhaldsskóla

23. janúar 2024

Á vegum Samtaka um kynheilbrigði hefur verið gefin út ný handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Tilgangur hennar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks.

Við vinnslu handbókarinnar var unnið með mörgum fagaðilum og hagsmunasamtökum. Má þar nefna Samtökin 78, Kynfræðifélag Íslands, Trans Ísland og Tabú.

Handbókin samanstendur af 13 kennslustundum sem fjalla um einstaklinginn, sambönd og forvarnir. Meðal annars er farið í sjálfsvirðingu, líkamann, tilfinningar, klámlæsi, heilbrigð sambönd, kynferðislega vellíðan og að fyrirbyggja kynsjúkdóma og þungun. Hver kennslustund byggist á gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum. Einnig hefur handbókin að geyma margvíslegan fróðleik um kynheilbrigðismál eins og um rétt einstaklingsins til kynheilbrigðis, helstu lög sem varða kynheilbrigðismál og hvar sé unnt að nálgast frekari upplýsingar um þessi mál hér á landi og erlendis.

Handbókin er aðgengileg á heimasíðunni.

Screenshot 2024-01-19 at 10.50.45