Skip to content

Sambönd

Sambönd

Sambönd geta tekið á sig mismunandi myndir. Fólk getur verið í gagnkynja samböndum með einstaklingi af öðru kyni, samkynja samböndum með einstaklingi af sama kyni, eða verið í sambandi með mörgum/við marga á sama tíma (fjölástir= polyamory).

Fjölástir er ekki það sama og framhjáhald. Þegar fólk er í fjölásta samböndum þá á það í upplýstum og meðvituðum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu. Bæði geta verið fleiri en tveir í einu sambandi, en einnig getur sami einstaklingur átt í mörgum mismunandi samböndum á sama tíma. Í fjölásta samböndum er gerður samningur um hvaða reglur gilda og samskipti eru opin þar sem öll vita hvað er í gangi í sambandinu/samböndunum. Framhjáhald í fjölásta samböndum er því brot á þeim samningi sem gerður var á milli allra aðila.

Staðfest samvist á milli samkynja para var samþykkt árið 1996, en hjúskaparlögum var svo breytt árið 2010 og frá því hafa samkynja pör getað gift sig að kristnum sið, hafi þau áhuga á því. Á Íslandi geta ekki fleiri en tveir gengið í hjónaband saman.

Sjá frekari upplýsingar:

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.