Skip to content

Kynvitund

Kyngervi (e. gender)

Hið félagslega mótaða kyn, eru hugmyndir samfélagsins um karlmennsku og kvenleika. Þessar hugmyndir spretta upp úr kynjakerfinu og lýsa væntingum samfélagsins til fólks svo sem hvaða áhugasvið er við hæfi, menntun, atvinna, klæðaburður, hegðun og fleiri þættir sem litast af samfélaginu. Þessar væntingar samfélagsins geta verið mótsagnakenndar, tekið breytingum eftir stað og tíma og verið breytilegar eftir kynhneigð, holdafari, húðlit, fötlun eða annarri stöðu einstaklings í samfélaginu .

Kynvitund (e. gender identity)

Kynvitund segir til um hvernig fólk upplifir eigið kyn og hvernig það vill lifa og tjá kyn sitt. Kynvitund hefur ekkert að gera með kynfæri Öll erum við með kynvitund.

·      Sís/sískynja (e. cis/cis gender)

Lýsingarorð og forskeyti sem notað er yfir einstaklinga sem upplifa sig á þann hátt að þeir tilheyri því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Orðið cis er latneskt orð sem þýðir á þessari hlið (e. on this side of), en orðið er andstæðan við orðið trans Sís karlmaður er þá karlmaður sem fékk úthlutað kyninu karl við fæðingu.

·      Trans (e. trans/transgender)

Lýsingarorð og forskeyti sem notað er yfir einstaklinga með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu. Orðið trans er latneskt orð sem þýðir á hinni hliðinni eða hinum megin (e. on or to the other side of, across) Orðið er regnhlífarheiti, en undir regnhlífina falla trans konur, trans karlar og kynsegin einstaklingar. Kynsegin (e. non-binary, gender fluid, agender…)

Kynsegin er hugtak sem nær yfir einstaklinga sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Samkvæmt kynjatvíhyggjunni eru kynin tvö: karl og kona. Kynvitund kynsegin einstaklinga fellur fyrir utan þessa tvo kassa eða er flæðandi á milli þeirra. Oft notar kynsegin fólk önnur persónufornöfn heldur en hann eða hún. Dæmi um önnur persónufornöfn eru til dæmis hán, hín og hé eða héð.

·      Kynleiðréttingarferli

Sumt trans og kynsegin fólk velur að fara í kynleiðréttingarferli, en það er líkamlegt, félagslegt og lagalegt ferli sem hægt er að ganga í gegnum til að aðlaga líkama og félagslega stöðu að réttu kyni. Kynleiðréttingarferli getur meðal annars falið í sér:

  • Kyntjáningu, svo sem fataval, hárvöxt, fas, líkamstjáningu og make-up
  • Kynjað mál, svo sem fornafnanotkun, kynjaðar endingar á lýsingaroðrum eða nafn
  • Hormónagjafir, eins og krosshormónar fyrir þau sem hafa tekið út kynþroska eða hormónablokkerar fyrir þau sem ekki hafa gegnið í gegnum kynþroskaskeiðið.
  • Skurðaðgerðir, svo sem á andlitsdráttum, kynfærum eða á bringusvæði
  • Nafnaleiðréttingu, sem felur í sér opinbera leiðréttingu á eiginnafni. Fer fram hjá Þjóðskrá. Athugið að samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 þá eru nöfn ekki lengur bundin við karlkyn eða kvenkyn, og því má hver sem er heita hvaða nafni sem er svo lengi sem það er samþykkt af Mannanafnanefnd.
  • Leiðréttingu á kynskráningu, sem felur í sér opinbera leiðréttingu á kynskráningu. Fer fram hjá Þjóðskrá. Athugið að samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 en núna hægt að vera með kynskráninguna karl, kona eða X fyrir þau sem ekki falla innan kynjatvíhyggjunnar.

Sjá frekari upplýsingar:

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.