Skip to content

Kynhneigð

Kynhneigð (e. sexual orientation)

Segir til um hverjum fólk laðast að, kynferðislega eða rómantískt. Margir hafa fastmótaða kynhneigð en aðrir hafa flæðandi eða sveigjanlega kynhneigð sem breytist mögulega á milli tímabila í lífi einstaklings. Það er til mismunandi kynhneigðir, til dæmis:

  • Eikynhneigð: fólk hefur lítinn eða takmarkaðan áhuga á kynferðislegum samböndum við aðra. Þau sem hafa lítinn eða takmarkaðan áhuga á rómatóskum samböndum við aðra kallast eirómantísk. Eikynhneigð er í raun regnhlífarhugtak eða róf yfir margar mismunandi kynhneigðir. Félag eikynhneigðra á Íslandi heitir Ásar á Íslandi.
  • Gagnkynhneigð: að laðast kynferðislega að einstaklingi af gagnstæðu kyni. Í hefðbundnum skilningi, og samkvæmt kynjakerfinu, felur það í sér að laðast að konum sé maður karl og körlum sé man kona.
  • Samkynhneigð: að laðast kynferðislega að einstaklingi af sama kyni. Konur sem laðast að konum skilgreina sig almennt sem lesbíur og karlar sem laðast að körlum skilgreina sig almennt sem homma.
  • Tvíkynhneigð/pankynhneigð: að laðast kynferðislega að fleiri kynjum en einu. Í gegnum tíðina hefur orðið tvíkynhneigð (e. bisexuality) verið notað af fólki sem laðaðist bæði að konum og körlum. Forskeytið bi bendir til þess að einstaklingur laðist að tveimur kynjum. Forskeytið pan merkir hins vegar að einstaklingur laðast að fólki óháð kynverund eða kynjatvíhyggju. Þrátt fyrir þetta eru bæði orðin notuð til að lýsa því þegar einstaklingar laðast að fólki af fleiri en einu kyni. Það fer því raun eftir persónulegri skoðun hvers og eins hvort orðið þau nota.

Það er mikilvægt að muna að hver og einn einstaklingur skilgreinir sína eigin kynhneigð, en ekki sú kynhegðun sem einstaklingur tekur þátt í.

Sjá frekari upplýsingar:

  • Hinsegin frá Ö til A  – Upplýsingavefur um hinseginleika á íslensku
  • Samtökin ´78, – Hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi
  • Vefsvæðið Áttavitinn er upplýsingagátt fyrir ungt fólk, rekið af Hinu húsinu. Vefsíða þeirra um hinsegin sambönd og kynlíf hér. Upplýsingar eikynhneigð (asexual), hér.
  • Félag ása á Íslandi  – Hagsmunasamtök eikynhneigðra, eirómantískra og undirflokka þeirra
22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.