Skip to content

Sjálfstjórn og líkamlegt öryggi

Þetta er eitt af þeim réttindum til kynheilbrigðis sem sett var fram af Alþjóðasamtökum um kynheilbrigði (WAS) árið 2014.

Réttur til sjálfstjórnar og líkamlegs öryggis (The right to autonomy and bodily integrity)

Sérhver maður á rétt á því að stjórna og ákveða á frjálsan hátt um málefni er varða kynlíf hans og líkamann. Í því felst að velja hvernig hann kýs að lifa kynlífi og með hverjum svo framarlega sem hann tekur tillit til réttar hins aðilans. Í þessu felst að einstaklingurinn á rétt á því að ákveða á upplýstan hátt og með upplýstu samþykki hvort hann vill taka þátt í hvers kyns prufum, íhlutunum, meðferðum, aðgerðum eða rannsóknarverkefnum er lúta að kynlíf hans.

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.