Skip to content

Ákvörðun um barneign

Þetta er eitt af þeim réttindum til kynheilbrigðis sem sett var fram af Alþjóðasamtökum um kynheilbrigði (WAS) árið 2014.

Réttur til að ákveða hvort einstaklingurinn vill eignast barn, fjölda barna og bil milli barneigna og hafa upplýsingar og aðstöðu til þess (The right to decide whether to have children, the number and spacing of children and to have the information and the means to do so)

Sérhver maður á rétt á að ákveða hvort hann vill eignast barn, fjölda barna og bil milli barneigna. Til að framfylgja þessum rétti þarf einstaklingurinn að hafa aðgang að þjónustu sem stuðlar að almennu heilbrigði og vellíðan hans og þar með talin kynheilbrigðisþjónusta sem lýtur að meðgönguvernd, ráðgjöf um getnaðarvarnir, frjósemi, þungunarrof og ættleiðingu.

 

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.