Hér eru nokkrar ráðleggingar ef þú heldur að þú sért þunguð.
- Staðfesta þungun með þungunarprófi. Þú getur keypt þungunarpróf í apóteki. Jákvætt þungunarpróf gefur til kynna að þungun sé til staðar.
- Það er alltaf gott að ræða við einhvern sem þú treystir áður en þú tekur ákvörðun um að fara í þungunarrof. Þetta er stór ákvörðun og mikilvægt að hafa skoðað málin út frá ýmsum hliðum.
- Samkvæmt lögum þá þarf ekki að fá samþykki hjá foreldri/um til að fara í þungunarrof. Hins vegar er alltaf gott að ræða við forráðamann/foreldra um þetta mál. Oft fær ungt fólk góðan stuðning frá foreldri/um eða forráðamanni.
- Samkvæmt nýjum lögum um þungunarrof frá árinu 2019 þarf ekki að hafa náð einhverjum lágmarksaldri til að geta farið í þungunarrof.
- Þungunarrof getur farið fram á ýmsum stöðum á landinu. Á landsbyggðinni getur þú leitað á heilsugæslustöð eða á sjúkrahús á þínu svæði. Á Reykjavíkursvæðinu getur þú leitað á þína heilsugæslustöð en flest þungunarrof á landinu eru framkvæmd á kvennadeild Landspítalans og því getur reynst hentugast að leita þangað. Sjá nánari upplýsingar hér.
- Hvenær þarf að taka ákvörðun um þungunarrof? Samkvæmt lögum um þungunarrof skal framkvæma það eins fljótt og hægt er og helst fyrir 12 viku þungunar. Einnig kemur fram í lögunum að kona/leghafi eigi rétt á að fá þungun rofna fram að lokum 22 viku þungunar en það er sjaldgæft að hún sé framkvæmd eftir 12 viku þungunar.
- Hvernig er þungunarrof framkvæmt?
a. Þungunarrof með lyfjum. Þessi leið er valin þegar þungun hefur verið í minna en 9 vikur en hægt er að byrja þá meðferð við 6 viku. Flestar konur/leghafar sem velja þessa leið.
b. Þungunarrof með skurðaðgerð. Frá 9. til 12. viku er mælt með aðgerð. Aðgerðin er framkvæmd í svæfingu.Eftir þungunarrof koma blæðingar en þær minnka smám saman. Yfirleitt eru konur/leghafar fljótar/ir að jafna sig eftir þungunarrof. Andleg líðan eftir þungunarrof getur verið mismunandi eftir einstaklingum og getur tengst því hversu vel var staðið að ákvörðun um þungunarrof en jafnframt hvernig viðkomandi leið fyrir þungunarrof. Hjá langflestum er tilfinning um létti.
8. Eftir þungunarrof þarf mjög fljótlega að gera ráðstafanir með notkun getnaðarvarna því frjósemi kemur mjög fljótt aftur. Samkvæmt lögum á ung stúlka rétt á að fá fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir eftir þungunarrof.