Skip to content

Greining og meðferð á kynsjúkdómum

Þessi þjónusta veitir þér upplýsingar um kynsjúkdóma og gerir þau nauðsynlegu próf til að greina þá. Ef þú greinist með einhvern kynsjúkdóm færð þú viðeigandi meðferð. Þú getur leitað á heilsugæslustöð í þínu nágrenni en einnig til Göngudeildar húð- og kynsjúkdóma (Húð og kyn) á Landspítalanum í Fossvogi. Greining og meðferð kynsjúkdóma er ókeypis og heilbrigðisstarfsfólk er bundið trúnaði.

Sjá nánari upplýsingar um Húð og kyn, hér.

22. janúar 2023

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.