Þessi þjónusta veitir þér upplýsingar um kynsjúkdóma og gerir þau nauðsynlegu próf til að greina þá. Ef þú greinist með einhvern kynsjúkdóm færð þú viðeigandi meðferð. Þú getur leitað á heilsugæslustöð í þínu nágrenni en einnig til Göngudeildar húð- og kynsjúkdóma (Húð og kyn) á Landspítalanum í Fossvogi. Greining og meðferð kynsjúkdóma er ókeypis og heilbrigðisstarfsfólk er bundið trúnaði.
Sjá nánari upplýsingar um Húð og kyn, hér.