Skip to content

Pillan

Hversu örugg er pillan?

Mesta öryggi er 99,7%. Ef pillan gleymist þá minnkar öryggi hennar.

Hvað er pillan?

Pillan er getnaðarvörn í formi pillu. Hún inniheldur hormónin prógesterón og estrógen.

Hvernig á að taka pilluna?

Pillan er tekin inn daglega, yfirleitt í 21 dag og síðan er að jafnaði tekið viku hlé og koma þá blæðingar. Það er mjög mikilvægt að taka pilluna inn reglulega því þannig næst besta verkunin. Það er í lagi að sleppa hléi og halda áfram notkun á næsta pilluspjaldi.

Hvaða kostir eru við notkun á pillunni?

Pillan er mjög örugg getnaðarvörn ef hún er tekin inn á réttan hátt. Pillan getur t.d. komið meiri reglu á blæðingar.

Eru einhverjir ókostir við notkun pillunnar?

Pillan verndar ekki gegn kynsjúkdómum. Það þarf að muna að taka hana inn daglega. Tímabundnar aukaverkanir geta t.d. verið  milliblæðingar, ógleði og höfuðverkur.

Lestu Meira um getnaðarvarnir á HEILSUVERU.

3. nóvember 2022

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.