Skip to content

Koparlykkja

Hversu örugg er hormónalykkja?

Mesta öryggi er 99,4%.

Hvað er koparlykkja?

Koparlykkja er T laga plasthlutur með koparvafningum. Hún inniheldur engin hormón.

Hvernig er koparlykkju komið fyrir?

Koparlykkju er komið fyrir inni í legi kvenna/leghafa. Fyrst þarf konan/leghafi að fara í sérstakan kvenskoðunarstól og skoða þarf viðkomandi áður en lykkjunni er komið fyrir í leginu. Læknar og sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta sett upp hormónalykkjuna.  

Hversu lengi virkar koparlykkjunnar?

Til eru ýmsar tegundir af koparlykkjum og virka þær að minnsta kosti í 5 ár en iðulega er unnt að nota þær í lengri tíma, jafnvel í 10-12 ár.

Hvaða kostir eru við notkun á koparlykkju?

Koparlykkjan er mjög örugg getnaðarvörn. Hún er langtímagetnaðarvörn sem virkar í mörg ár og þarf því ekkert að muna eftir því að nota hana t.d. daglega eða vikulega. Koparlykkjan er ódýrari en hormónalykkjan. Hún inniheldur engin hormón.

Eru einhverjir ókostir við notkun koparlykkjunnar?

Koparlykkjan verndar ekki gegn kynsjúkdómum. Það verður gjarnan aukning á blæðingum og tíðaverkjum, einkum í byrjun notkunar. Læknar og sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta sett upp koparlykkjuna.  

Lestu Meira um getnaðarvarnir á HEILSUVERU.

3. nóvember 2022

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.