Skip to content

Hormónastafur

Hversu öruggur er hormónastafurinn?

Mesta öryggi er 99,9%.

Hvað er hormónastafur?

Hormónastafur er úr mjúku plastefni sem settur er undir húð á upphandlegg konu/leghafa til að koma í veg fyrir þungun. Hann er 4 cm langur og inniheldur hormónið prógesterón.

Hvernig er hormónastafnum komið fyrir?

Áður en hormónastafnum er komið fyrir er gefin staðbundin deyfing á þeim stað sem setja á stafinn. Hormónastafnum er síðan komið fyrir undir húð á upphandlegg. Læknar og sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta sett upp stafinn.  

Hversu lengi virkar hormónastafurinn?

Hver hormónastafurinn virkar í 3 ár.

Hvaða kostir eru við notkun á hormónastaf?

Hormónastafurinn er ein af öruggustu getnaðarvörnunum. Stafurinn er langtímagetnaðarvörn sem virkar í þrjú ár. Það þarf því ekkert að muna eftir að nota getnaðarvörnina t.d. daglega eða vikulega. Hann inniheldur aðeins eitt hormón. Stafurinn getur minnkað blæðingar og þær jafnvel hætt sem getur dregið úr blóðleysi af völdum járnskorts. Túrverkir geta minnkað.

Eru einhverjir ókostir við notkun hormónastafs?

Stafurinn verndar ekki gegn kynsjúkdómum. Eftir uppsetningu stafsins verður yfirleitt tímabundin óregla á blæðingum en minnka síðan og geta svo hætt. Aðrar tímabundnar aukaverkanir geta t.d. verið höfuðverkur og brjóstaspenna.

Lestu Meira um getnaðarvarnir á HEILSUVERU.

3. nóvember 2022

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.