Skip to content

Hormónaplástur

Hversu öruggur er hormónaplásturinn?

Mesta öryggi er 99,7% ef hann er rétt notaður.

Hvað er hormónaplástur?

Hormónaplásturinn er ferkantaður, húðlitaður plástur sem inniheldur hormónin prógesterón og estrógen.

Hversu lengi virkar hver hormónaplástur?

Hver plástur virkar í 7 daga.

Hvernig á að nota hormónaplásturinn?

Hormónaplásturinn er límdur á þurra húð þar sem er lítill hárvöxtur. Það getur verið á upphandlegg, á baki og kvið. Mikilvægt að bera ekki einhver krem eða olíur á húðina áður en plásturinn er límdur á hana. Mælt er með því að skipta um stað þegar settur er nýr plástur. Notaðir eru þrír plástrar í röð samtals í 21 dag og svo er yfirleitt tekið viku hlé og koma þá blæðingar. Það er í lagi að sleppa hléi og halda áfram notkun á næstu plástrum.

Hvaða kostir eru við notkun hormónaplástra?

Hormónaplástur er mjög örugg getnaðarvörn ef hann er rétt notaður. Plásturinn er auðveldur í notkun. Ef hann er límdur vel á þurra húð þá losnar hann ekki þó farið sé í sund, sturtu eða gufubað. Hann getur t.d. komið meiri reglu á blæðingar.

Eru einhverjir ókostir við notkun hormónaplástra?

Hormónaplástrar vernda ekki gegn kynsjúkdómum. Það þarf að muna að skipta um plástur á vikufresti. Tímabundnar aukaverkanir geta t.d. verið milliblæðingar, ógleði og höfuðverkur. Stundum verður húðerting. 

Lestu Meira um getnaðarvarnir á HEILSUVERU.

3. nóvember 2022

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.