Hversu örugg er hormónalykkja?
Mesta öryggi er 99,5%.
Hvað er hormónalykkja?
Hormónalykkja er T laga hlutur sem inniheldur hormónið prógesterón.
Hvernig er hormónalykkju komið fyrir?
Hormónalykkju er komið fyrir inni í legi konu/leghafa. Fyrst þarf konan/leghafi að fara í sérstakan kvenskoðunarstól og skoða þarf viðkomandi áður en lykkjunni er komið fyrir í leginu. Læknar og sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta sett upp hormónalykkjuna.
Hversu lengi virkar hormónalykkjan?
Hér á landi eru til þrjár tegundir af hormónalykkjum. Ein virkar í þrjú ár, önnur í fimm ár og sú þriðja í átta ár.
Hvaða kostir eru við notkun á hormónalykkju?
Hormónalykkjan er ein af öruggustu getnaðarvörnunum. Það þarf ekkert að muna eftir að nota getnaðarvörnina t.d. daglega eða vikulega. Þetta er langtímagetnaðarvörn sem virkar í 3, 5 eða 8 ár, eftir tegundum lykkjunnar. Hormónalykkjan getur minnkað blæðingar og þær jafnvel hætt sem getur dregið úr blóðleysi af völdum járnskorts. Túrverkir geta minnkað. Hormónalykkjan inniheldur aðeins eitt hormón.
Eru einhverjir ókostir við notkun hormónalykkjunnar?
Hormónalykkjan verndar ekki gegn kynsjúkdómum. Eftir uppsetningu lykkjunnar verður yfirleitt tímabundin óregla á blæðingum en minnka síðan og geta svo hætt. Aðrar tímabundnar aukaverkanir geta t.d. verið höfuðverkur og brjóstaspenna.