Skip to content

Almennt um getnaðarvarnir

Hvað þarf ég að vita um getnaðarvarnir?

Eru allar getnaðarvarnir jafn öruggar?

Getnaðarvarnir með hormónum eru að jafnaði mun öruggari en getnaðarvarnir án hrmóna. Smokkurinn er þó undantekning ef hann er rétt notaður. Rofnar samfarir flokkast ekki sem öruggar getnaðarvarnir. Svokallaðar langtímagetnaðarvarnir eins og hormónastafur og lykkjur eru langöruggastar.

Er eitthvað óhollt að nota hormónagetnaðarvarnir?

Hormónagetnaðarvarnir innihalda ákveðin hormón (prógesterón og/eða estrógen) sem geta haft áhrif á líkamannn eins og önnur lyf. Öll lyf hafa einhver áhrif á líkamann.

Þyngist maður á pillunni?

Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að konur þyngist á pillunni. Ef kona þyngist meðan hún er að taka pilluna getur það tengist ýmsum lífsstílsþáttum eins og mataræði og hreyfingu.

Er það á ábyrgð kvenna að sjá til þess að nota getnaðarvarnir?

Þó að flestar getnaðarvarnir hafi verið þróaðar þannig að þær séu ætlaðar konum þá er það á ábyrgð beggja aðila að koma í veg fyrir getnað og kynsjúkdóma.

Hvaða hormónagetnaðarvörn er best að byrja að nota?

Um langt skeið hefur verið mælt með því að byrja að nota pilluna en í dag koma margar aðrar getnaðarvarnir til greina. Allar hormónagetnaðarvarnir koma til greina fyrir ungt folk en langtímagetnaðarvarnir eru langöruggastar.

Af hverju eru rofnar samfarir ekki örugg getnaðarvörn?

Sáðfrumur geta leynst í forvökvanum. Að auki getur það reynist of erfitt að draga út getnaðarliminn á réttum tíma. Það krefst mikillar sjálfsstjórnar.

Hvert get ég farið til að fá hormónagetnaðarvarnir?

Þú getur farið á heilsugæslustöðvar.

Nánari upplýsingar

Lestu Meira um getnaðarvarnir á HEILSUVERU.

3. nóvember 2022

Hafðu samband

Hafðu endilega samband ef þér finnst vanta umfjöllun um einhver mikilvæg málefni sem tengjast kynheilbrigði. Einnig ef þú vilt segja okkur frá þinni reynslu varðandi kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu.